RK 09.03 Hreinlætisvörur
- Gildir frá: 30.10.2025
- Gildir til: 31.10.2027
Um samninginn
Nýr samningur tók gildi 30. október 2025 og gildir í tvö ár með heimild til framlengingar að hámarki 2 x 1 ár og getur því lengst orðið 4 ár. Samningnum er skipt í 2 hluta.
Hluti 1 (hreinlætisvörur)
Birgjar fyrir bein kaup – SRX, Tandur
Birgjar fyrir örútboð – SRX, Tandur, Rekstrarvörur
Hluti 2 (umbúðir og pokar)
Birgjar fyrir bein kaup – SRX, Papco
Birgjar fyrir örútboð – SRX, Papco, Tandur, Rekstrarvörur
Kaupandi skal kaupa inn í rammasamningi:
- Við kaup undir ISK 4.000.000 með vsk innan 3ja almanaksmánaða í hvorum hluta með beinum kaupum á þeim kjörum og skilmálum sem eru skilgreindir í rammasamningnum. Kaupandi velur þann birgja sem er með hagkvæmustu kjörin miðað við tilboðsverð eða afsláttarkjör og sendingarkostnað þar sem við á. Þessi heimild á við um bæði þegar kaupandi kaupir eina eða fleiri mismunandi vörur eins lengi og heildarvirði kaupa er undir ISK 4.000.000 með vsk.
Í beinum kaupum gilda eftirfarandi skilmálar:
Ef birgi á ekki vöruna sem kaupanda vantar og getur ekki útvegað hana samdægurs eða næsta virka dag eftir að pöntun er lögð fram, þá skal birgi upplýsa kaupanda hvenær hann getur afhent vöruna. Kaupanda er heimilt að samþykkja þennan afhendingardag eða leita til næsta birgja.
- Við kaup yfir ISK 4.000.000 með vsk innan 3ja almanaksmánaða í hverjum hluta skal bjóða út með örútboði innan rammasamnings milli þeirra rammasamninghafa sem efnt geta samninginn. Sjá nánari umfjöllun um örútboð hér fyrir neðan.
Kaupendum er heimilt að falla frá kröfu um umhverfisvottun á vöru í beinum kaupum á afsláttarkjörum utan vörukörfu og í örútboðum.
Áskilnaður um kaup utan rammasamnings:
Kaupendum er heimilt að kaupa vörur utan rammasamningsins og með öðrum lögmætum innkaupaaðferðum skv. 2. mgr. 40. gr. OIL í þeim tilfellum þegar kaupendur leita að tæknilegum eiginleikum sem birgjar í rammasamningnum geta ekki útvegað hvorki í beinum kaupum né með örútboðum á grundvelli rammasamningsins. Kaupandi skal hafa kannað hvort að birgjar innan samnings geta útvegað vöru áður en leitað er utan samnings.
Ef um viðbótarkaup er að ræða, þ.e. kaup á vöru af tiltekinni tegund eða gerð sem fellur að umhverfi kaupanda sem er þegar til staðar, eða kaup á vörulínu sem kaupandi er með fyrir, þá er heimilt að víkja frá þessum rammasamningi sé metið svo að skiptikostnaðar í aðra vörutegund sé ekki fjárhagslega hagkvæmur fyrir viðkomandi stofnun.
Verðbreytingar
Verðbreytingar eru heimilar einu sinni á ári í samræmi við breytingar á eftirfarandi vísitölum:
Undirvísitölur neysluverðs sem eru í gildi á opnunardegi tilboða eru eftirfarandi:
05611 Hreinlætis og hreingerningavörur (fyrir hreinlætispappír, spritt og hreinlætisefni) - 2025M01 - 191,3
05612 Aðrar óvaranlegar heimilisvörur (fyrir umbúðir og poka) - 2025M01 - 254,0
121 Snyrting, hreinlætis- og snyrtivörur (fyrir húðvörur) - 2025M01 - 201,0
Seljendur
Skoða kjör
Kaupendur geta skoðað kjör í samningi með því að skrá sig inn.