Fara í efni

Miðlægir samningar

RK 11.11 Raftæki

  • Gildir frá: 04.11.2025
  • Gildir til: 04.11.2027

Um samninginn

Nýr samningur um raftæki tók gildi 4. nóvember 2025 og gildir í tvö ár með heimild til framlengingar að hámarki 2 x 1 ár og getur því lengst orðið 4 ár.

Samningnum er skipt í 2 hluta.

 

Hluti A (almenn raftæki)

Birgjar fyrir bein kaup – Ormsson, Heimilistæki

Birgjar fyrir örútboð – Ormsson, Heimilistæki, Rafha, Smith & Norland

Hluti B (hljóð og mynd)

Birgjar fyrir bein kaup – Ofar, Opin kerfi

Birgjar fyrir örútboð – Ofar, Opin kerfi, Advania, Atendi

Kaupandi skal kaupa inn í rammasamningi:

  1. Með beinum kaupum á þeim kjörum og skilmálum sem eru skilgreindir í rammasamningnum, bæði í vörukörfum og % afslátt á vörum. Kaupandi velur þann birgja sem er með hagkvæmustu kjörin miðað við tilboðsverð, afsláttarkjör, kostnað fyrir afhendingu og/eða uppsetningu þar sem við á.

Í þeim tilfellum sem tæki þarfnast uppsetningar skal kaupandi fá fjölda vinnutíma við uppsetningu á viðkomandi vöru hjá samþykktu birgjunum áður en vara er pöntuð og velja hagkvæmasta birgja út frá heildarkostnaði.

Heimild fyrir beinum kaupum gildir fyrir einstök kaup undir 4.000.000 með vsk á þriggja mánaða fresti.

Í beinum kaupum gilda eftirfarandi skilmálar:

Ef birgi á ekki vöruna sem kaupanda vantar og getur ekki útvegað hana samdægurs eða næsta virka dag eftir að pöntun er lögð fram, þá skal birgi útvega sambærilega vöru á sama verði, ef kaupandi óskar eftir því. Birgjum er heimilt að bjóða betri vöru á sama verði. Ef birgi getur ekki útvegað sambærilega né betri vöru á sama verði samdægurs eða næsta virka dag eftir að pöntun er lögð fram þá er kaupanda heimilt að leita til næsta birgja eða efna til örútboðs ef enginn birgi getur útvegað umbeðnu vöruna og umbeðna magnið.

  1. Í þeim tilvikum þar sem gerðar eru ríkari kröfur til boðinnar vöru eða ef einstök kaup eru yfir 4.000.000 með vsk skal bjóða út í örútboði innan rammasamnings milli þeirra samningsaðila sem efnt geta samninginn. Sjá nánari umfjöllun um örútboð hér fyrir neðan.

Áskilnaður fyrir kaup utan rammasamnings:

Kaupendum er heimilt að kaupa vörur utan rammasamningsins og með öðrum lögmætum innkaupaaðferðum skv. 2. mgr. 40. gr. OIL í þeim tilfellum þegar kaupendur leita að tæknilegum eiginleikum sem birgjar í rammasamningnum geta ekki útvegað hvorki í beinum kaupum né með örútboðum á grundvelli rammasamningsins. Kaupandi skal hafa kannað hvort að birgjar innan samnings geta útvegað vöru áður en leitað er utan samnings.

Kaupendum er einnig heimilt ef um viðbótarkaup þ.e. kaup á vöru af tiltekinni tegund eða gerð sem fellur að umhverfi kaupanda sem er þegar til staðar, eða kaup á vörulínu sem kaupandi er með fyrir, er heimilt að víkja frá þessum rammasamningi sé metið svo að skiptikostnaður í aðra vörutegund sé ekki fjárhagslega hagkvæmur fyrir viðkomandi stofnun.

Verðbreytingar

Verðbreytingar eru heimilar einu sinni á ári í samræmi við breytingar á eftirfarandi vísitölum:

Vísitölur til verðbreytinga sem eru í gildi á opnunardegi tilboða:

Undirvísitala 053 Raftæki - 2025M09 - 160,3

Undirvísitala 073 Flutningar - 2025M09 - 168,5

Launavísitala - 2025M08 - 1.087,7

Seljendur

Advania ehf.
Guðrúnartún 10
Sími: 4409000
Tengiliður samnings
Sigurgeir Þorbjarnarson
Atendi ehf
Lambahagavegi 13
Sími: 5121050
Tengiliður samnings
Kristján Magnússon
Heimilistæki ehf.
Suðurlandsbraut 26
Sími: 5691500
Tengiliður samnings
Jóhann Viðarsson
Ofar ehf
Borgartún 37
Tengiliður samnings
Einar Örn Birgisson
Opin Kerfi
Höfðabakka 9
Sími: 570 1000
Tengiliður samnings
Kristinn Helgason
Ormsson hf.
Lágmúla 8
Sími: 5302800
Tengiliður samnings
Arnar Hólm Einarsson
Rafha ehf.
Suðurlandsbraut 16
Sími: 5880500
Tengiliður samnings
Kristján Andri Harðarson
Smith Norland ehf.
Nóatún 4
Sími: 5203000
Tengiliður samnings
Guðmundur Bjarnason

Skoða kjör

Kaupendur geta skoðað kjör í samningi með því að skrá sig inn.