RK 11.12 Sviðsbúnaður
- Gildir frá: 19.06.2025
- Gildir til: 19.06.2027
Um samninginn
Samningurinn um sviðsbúnað tók gildi þann 19 júní 2025 og gildir í tvö ár með möguleika að framlengja tvisvar sinnum um eitt ár í senn.
Kaupendur eru Harpa og Þjóðleikhúsið.
Samningurinn er í fjórum hlutum:
A (hljóðbúnaður)
B (ljósbúnaður)
C (myndbúnaður)
D (rekstrarvörur)
Allur boðinn búnaður í hluta A, B og C er með 5 ára ábyrgð.
Kaupandi skal kaupa inn í rammasamningi:
- Með beinum kaupum á þeim kjörum og skilmálum sem eru skilgreindir í rammasamningnum, en kjörin geta verið boðin verð eða afsláttarkjör. Við bein kaup í rammasamningi skulu kaupendur gera samanburð á samningsbundnum kjörum og verði seljenda. Kaupandi velur þann birgja sem er með hagkvæmustu kjörin miðað við tilboðsverð vörunnar eða afsláttarkjör og kostnað fyrir afhendingu og/eða uppsetningu þar sem við á. Heimild fyrir beinum kaupum gildir fyrir einstök kaup undir 12.000.000 með vsk á þriggja mánaða fresti.
Í beinum kaupum gilda eftirfarandi skilmálar:
Ef birgi á ekki vöruna sem kaupanda vantar og getur ekki útvegað hana samdægurs eða næsta virka dag eftir að pöntun er lögð fram, þá skal birgi útvega sambærilega vöru á sama verði, ef kaupandi óskar eftir því. Birgjum er heimilt að bjóða betri vöru á sama verði. Ef birgi getur ekki útvegað sambærilega né betri vöru á sama verði samdægurs eða næsta virka dag eftir að pöntun er lögð fram þá er kaupanda heimilt að leita til næsta birgja og koll af kolli eða efna til örútboðs ef enginn birgi getur útvegað umbeðnu vöruna og umbeðna magnið.
- Í þeim tilvikum þar sem gerðar eru ríkari kröfur til boðinnar vöru eða ef einstök kaup eru yfir 12.000.000 með vsk skal bjóða út í örútboði innan rammasamnings milli þeirra samningsaðila sem efnt geta samninginn.
Seljendur
Skoða kjör
Kaupendur geta skoðað kjör í samningi með því að skrá sig inn.